Færsluflokkur: Ljóð

VÖLUNDARHÚS

Lífið er völundarhús hins leitandi sjálfs,

dyr sumar standa luktar með lásum.

Sumar opnar til fulls og hinar til hálfs,

fullir stígar af himneskum krásum.

 

Hvert sem þú ferð þig forvitnin rekur,

farsæld þig leiði á stíg þessa húss.

Værðin í svefni og sælan þig vekur,

á vegi röltsins og annars konar fúss.

 

Ratir þú rétt þú fenginn þá hreppir,

heppni í reitinn þinn mjúklega sérð.

Vittu samt til þú vel hugsar þá sleppir,

takmarki viskunnar sem í huganum berð.

 

Vilji og dugur eru drungaleg stæða,

ef viðhorfið dvínar gagnvart áfangastað.

Hvort sem þú vilt hvíla eða um götuna æða,

spurningin er hvert og svo hvað?

(Úr ljóðabókinni Orð Í Ljósum Og Lukt Úr Stáli - Ádí)


SKYPE

Fjarlægð fegurð í hendi mína,

færir mér er við þig ég tala.

Með nútímatækni mun röddina þína,

marg oft létt til mín hala.

 

Ljóshraða myndband okkar í milli,

eins og mannfólk við sama borð.

Lengd vegar er lítil er tækninni dilli,

lukkuleg okkar orð.

 

Það er samt svo að ekta er meira,

er kemur að samveruþáttum.

Samt er skárra alnet að keyra,

í stað skorts á samskiptagáttum.

 

Að byggja slíkt undur sem örfáir njóta,

er hærra en skilningur kemst.

Við kjöftum í beinni og orðin þau þjóta,

þrátt fyrir ekta sé fremst.

(Úr ljóðabókinni Ljóðabók - Ádí)


Um bloggið

Ádí

Höfundur

Ásdís Björg Jakobsdóttir/Ádí
Ásdís Björg Jakobsdóttir/Ádí

Stúdína, saumakona og ljóðskáld.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband